Til hamingju, Jon Fosse!

Ég veit ekki um ykkur en þó að það sé gaman að heyra af glænýjum höfundum með aðstoð Nóbelnefndarinnar er líka sérdeilis ánægjulegt þegar verðlaunahafinn er höfundur sem maður þekkir af góðu einu (að ég tali nú ekki um ef það væri sá sem maður nýtti frama sinn sem bókmenntaprófessor til að tilnefna). Í ár fær verðlaunin Jon Fosse sem ég hef sannarlega lesið og var mjög hrifinn af litlu bókum hans, Andvake, Olavs draumar og Kveldsvævd sem komu út á islensku tiltölulega nýlega. Er hann fyrsti Norðmaðurinn til að fá þessi verðlaun síðan 1928 og fyrsti Norðurlandabúinn utan Svíþjóðar síðan Halldór Laxness hreppti þau. Fosse er alvarlegur og djúpur höfundur og verðlaunin standa sterkari á eftir þó að auðvitað megi deila um alheimslegt mikilvægi þeirra. Það er eins og það er.

Previous
Previous

Siðlaus samningagerð

Next
Next

Gosi og Wittgenstein