Fantasíur fyrir fullorðna

Fyrir nokkrum árum keypti ég þrjár bækur í ritröð sem hét The Magicians eftir Lev Grossman, bókaflokkur sem fjallar um dreng sem er tekinn inn í galdraskóla. Eftirlætisbækurnar drengsins fjölluðu um systkinahóp sem uppgötvuðu annan heim þegar þau voru ó heimsókn hjá frænku sinni. Hvorttveggja mjög kunnuglegt enda er Grossman í mikilli viðræðu við ensku fantasíuhefðina og þrátt fyrir yfirborðslíkindi er saga hans eins ólík Harry Potter og Narníu og hugsast getur. Aðallega eru hetjurnar ófullkomnari og tilvera þeirra erfiðari en í galdrasögum fyrir börnum. Þar að auki eru þær kynverur og bækurnar alls ekki handa börnum.

Kannski eru bækurnar góðar vegna þess að Grossman ætlaði aldrei að verða fantasíuhöfundur. Hann er fullur írónískrar fjarlægðar frá öðrum höfundum: „This wasn’t Tolkien — these weren’t orcs and trolls and giant spiders and whatever else, evil creatures that you were free to commit genocide on without any complicated moral ramifications.” Kannski nær þessi setning ágætlega utan um bókaflokkinn; hann er fullur af hiki, vanmætti og efa. Persónurnar eru ekki fullar sjálfsánægju heldur vita stundum lítið í sinn haus. Ekki beinlínis heilbrigðar heldur.

Það eru víst sjónvarpsþættir líka en ekki auðfundnir á streymisveitum. Hugmyndin er sennilega of öðruvísi til að geta náð vinsældum Harry Potter.

Previous
Previous

Þessi var góð

Next
Next

Hilary Mantel látin