Aðeins um Andvara

Þó að ég ímyndi mér að flestir þekki mig fyrir tiltölulega ófræg fræðiskrif mín eða enn ófrægari skáldsögur þá er eitt í viðbót sem ég hef sinnt seinustu ár og það er ritstjórn. Núna er ég til dæmis ritstjóri íslensks efnis í þessu alfræðiriti og það er stórskemmtilegt. En ég er líka ritstjóri Andvara, eins elsta tímarits á Íslandi (st. 1874) og hef gefið hann út þrisvar sinnum.

Andvari er tímarit með blönduðu efni en samt nær tímaritið að hafa sinn brag og mynda ákveðna heild. Mér hefur til dæmis borist heilmikið efni sem er unnið úr óbirtum eða lítt kunnum frumheimildum og ég fagna slíku efni. Mér hefur fundist tímaritið verið vandað og tilgerðarlaust. Það er sannarlega hefðbundið og ég tók glaður við útlitinu frá fyrri ritstjóra og fylgi svipaðri ritstjórnarstefnu en geri ýmsar smávægilegar breytingar sem hafa sín áhrif. Þó að ég skrifi ekkert sjálfur nema 5-6 blaðsíðna ritstjóragrein kann ég vel við ljósmóðurstarfið og vonast til að fá að sinna því áfram í áratug.

Previous
Previous

Hetjurnar sjö og „aðferðin“

Next
Next

Fæddur frjáls