Að hverju dáist maður?
Rithöfundar, bókmenntafræðingar og bókelskt fólk er iðulega spurt um eftirlætishöfund sinn eða bók eða ljóð eða sögupersónu en slíkar spurningar eru eitur í mínum beintum vegna þess að ég tek mig alvarlega sem bókmenntafræðing og get ekki svarað svona spurningum. Ég er ekki náungi sem á sér eftirlætisbók þó að sumar bækur elski ég af engu minni ástríðu en Rómeó og Júlía unnust forðum. Sumar bækur hef ég lesið margoft og auðvitað mætti finna vísbendingu um hvaða bækur ég dái eða hvaða höfunda með því að skoða hillurnar heima hjá mér og í vinnunni. Þar eru nokkrir höfundar sem eiga heila hillu og einn á heilan skáp. En enginn þeirra er eftirlætishöfundurinn minn.
Konan hér að ofan á 2/5 af hillu heima og þó kynntist ég verkum hennar ekki fyrr en eftir fertugt. Af strák mínum nefni ég hana ekki strax vegna þess að mig grunar að sumir lesendur kannist ekki við hana. Fyrst las ég nokkrar bækur hennar á Landsbókasafni eftir að vinir mínir og óformlegir kennarar höfðu mælt með þeim. Ég kom ekki strax orðum að því hvað var svona gott við sögur hennar en hún sérhæfir sig í smásögum. Mér hefur fundist Íslendingar yfirleitt hrífast af íburði í skáldskap fremur en látleysi. En þessar sögur létu ekki mikið yfir sér en samt náðu þær að gera eitthvað allt annað en bókmenntir hafa gert fyrir mig áður. Að einhverju leyti er höfundurinn ekki ósvipuð Marconi blessuðum sem var að paufast með sína turna að finna loftbylgjur og koma þannig á nýrri leið til að eiga samskipti.
Sögurnar minntu mig kannski óhugnanlega á lífið sjálft fremur en frásagnir. Ein fjallaði um konu sem var að heimsækja deyjandi föður á spítalann, önnur um þau áhrif sem það hefur á fólk að lenda næstum í bílslysi. En sagan sem lýsir aðferðinni hvað best er til á netinu – lesið hana! – og fjallar um langvarandi ástarsamband Rósu og Patricks sem verður skyndilega ástfanginn af henni. Heiti sögunnar er sótt í gamla goðsögu um konung sem sá betlara og vildi giftast henni og þannig vitum við að Patrick er merkilegri en Rósa og hún ætti því að elska hann þeim mun meira á móti.
Ég er auðvitað búinn að koma upp um mig. Það er Alice Munro sem ég er að tala um og hefur fengið Nóbelsverðlaun og hvaðeina, samt gleymist hún oft. Það er ekki auðvelt að lýsa galdrinum en hann er fyrir hendi. Stundum sér maður þetta í setningunum: „He knocked dishes and cups off tables, spilled drinks and bowls of peanuts, like a comedian. He was not a comedian; nothing could be further from his intentions. He came from British Columbia. His family was rich.“ Þetta er bara ein af mörgum sterkum setningum í sögunni en sagan sem er fetuð er látlaus, fjallar um konu sem getur ekki elskað mann sem er kannski of góður eða er hann það? „Patrick had a trick — no, it was not a trick, Patrick had no tricks — Patrick had a way of expressing surprise, fairly scornful surprise, when people did not know something he knew, and similar scorn, similar surprise, whenever they had bothered to know something he did not. His arrogance and humility were both oddly exaggerated.“ Kannski er það þessi látlausi mannskilningur, persónurnar eru eins og alvöru fólk fremur en sögupersónur. Fólk sem maður eyðir ævinni að skilja og reyna að koma orðum að.
Hún ætti að elska hann en gerir það ekki eða kannski ekki nóg. Alice Munro getur meira að segja skrifað góðar kynlífslýsingar: „But the deceits and stratagems were only hers. Patrick was never a fraud; he managed, in spite of gigantic embarrassment, apologies; he passed through some amazed pantings and flounderings, to peace. Rose was no help, presenting instead of an honest passivity much twisting and fluttering eagerness, unpracticed counterfeit of passion. She was pleased when it was accomplished; she did not have to counterfeit that. They had done what others did, they had done what lovers did. She thought of celebration. What occurred to her was something delicious to eat, a sundae at Boomers, apple pie with hot cinnamon sauce. She was not at all prepared for Patrick’s idea, which was to stay where they were and try again. When pleasure presented itself, the fifth or sixth time they were together, she was thrown out of gear entirely, her passionate carrying-on was silenced.“ Á bak við alla stundum grimmdarlega íróníuna glyttir í samúðina með fólkinu sem er ekki að ganga í gegnum neitt skelfilegra en það sem við þekkjum öll sem er að passa ekki sérlega vel saman.