Bóklestur

Ég eignaðist ekki tölvu fyrr en tvítugur og enn hef ég ekki eignast lesbretti eða tileinkað mér að lesa annað á spjaldtölvu en prófarkir eigin verka. Hvers vegna ekki? Líklega vegna þess að ég vinn við skjá mestallan daginn og þeir færa mér ekki sömu vellíðan og bækurnar sem ég ólst upp með. Eftir að ég hætta að lesa íslensk blöð fyrir 12 árum eða svo hefst dagurinn iðulega á skáldsögulestri í staðinn og honum lýkur á sama hátt. Þó að ég sé ekki hjátrúarfullur vil ég helst ekki hafa rafmagnstæki hjá mér í rúminu.

Auðvitað geri ég mér grein fyrir að nýrri kynslóð líður ekki eins og mér. Samt vona ég að hún láti ekki bókina alveg fyrir róða. Ég sé fólk með tölvu og síma á kaffihúsi á hverjum degi en sjaldan með bók en það gleður mig í hvert sinn.

Þessi vefsíða er helguð bókmenntum og listum vegna þess að ég trúi því að fólk vilji gjarnan lesa meira um bækur. Ég mun ræða um bækur og stundum þær sem ég les. Frásögnin verður í aðalhlutverki, miðillinn í aukahlutverki nema stöku sinnum, eins og í dag.

Previous
Previous

Kápulist